Veiðigjöld verði afnumin undir 50 lönduðum tonnum á fiskmarkað

Aðalfundur Hrollaugs 2017 var að venju haldinn 27. september.  Tíðindi þess dags voru flóðin miklu sem gengu nærri því að vera náttúruhamfarir.  Þau spilltu þó ekki fyrir ágætum fundi hjá smábátaeigendum á Hornafirði sem samþykktu fjölmargar ályktanir til 33. aðalfundar LS.

Veiðigjald

Auk þess sem fram kemur í fyrirsögn er það krafa Hrollaugs að veiðigjald verði eingöngu lögð á handhafa aflaheimilda en ekki leigjendur þeirra.

Netaveiðar:

Hrollaugur mótmælir hugmyndum um netaveiðar krókabáta og sameiningu krókaaflamarks við aflamark.

Makríll:

Smábátar fái 16% hlutdeild og veiðar á honum verði gefnar frjálsar þar til þeim heildarkvóta er náð.

Humarveiðar smábáta: 

LS beiti sér fyrir því að kanna möguleika á humarveiðum í gildrur.

Nú er það nokkuð ljóst að verið er að eyðileggja humarmiðin með öflugum togurum og að hluti humarkvótans brennur inni.  Nú er tækifæri til að opna fyrir nýjungar í veiðum smábáta við Ísland.  Verum opnir fyrir framtíðinni og nýjungum í greininni.

Sjáið allar tillögur Hrollaugs:   2017 Hrollaugur ályktanir.pdf

Í stjórn Hrollaugs eru: Vigfús Ásbjörnsson formaður, Hólmar Hallur Unnsteinsson og

Heiðar Erlingsson

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Leiðindaveður á loðnumiðunum

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs. Flotinn v...

thumbnail
hover

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar

Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. ...

thumbnail
hover

Illa gengur að ná ufsanum

Á sl. þremur fiskveiðiárum hafa veiðar á ufsa vikið langt frá útgefnum veiðiheimildum.  Um 35 þúsund tonn vantar upp á fulla n...