Vélin fór í mask eftir korter

Útgerðarstjóri Vísis hf. í Grindavík, Kjartan Viðarsson, er maður vikunnar á Kvótanum þessa vikuna. Hann hefur lengi unnið við sjávarútveg og byrjaði um fermingu í saltfiski hjá Gunnsa í Þorbirni. Hann segir mikið af skemmtilegu fólki starfa við sjávarútveginn.

Nafn?

Kjartan Viðarsson.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Giftur og á tvo syni.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Vísi hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna um fermingu í saltfiski hjá Gunnsa í Þorbirni í sumarvinnu.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytni, mikið af tækninýjungum og ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki.

En það erfiðasta?

Stress og álag.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það hefur nú gengið á ýmsu, mér er sérstaklega minnisstætt þegar búið var að eyða hálfum mánuði í að taka upp vélina í Páli Jónssyni og hún fór síðan í mask eftir korters keyrslu við bryggju.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er klárlega Sigmundur Friðriksson heitinn frá Bíldudal sem var lengi vélstjóri á Kristínu GK.

Hver eru áhugamál þín?

Það er bara þetta hefðbundna, útivera og ferðalög.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Saltkjöt og baunir.

Hvert færir þú í draumfríið?

Í göngu um Hornstrandir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og...

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurét...

thumbnail
hover

Byrjaði 9 ára í skreið hjá...

Maður vikunnar á Kvótanum í dag er að öðrum ólöstuðum þekktari í heimi netagerðar á Íslandi en nokkur annar. Hann hefur unni...

thumbnail
hover

Ekki heimildir til að setja málið...

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla hans varðandi mögulega sáttaleið í ...