Viðey RE leggur af stað til Íslands

Viðey RE 50, nýr ísfisktogari HB Granda hf., lagði fyrir stundu af stað frá Istanbul í Tyrklandi áleiðis til Íslands. Skipið var smíðað í Celiktrans skipasmíðastöðinni og er þriðji og síðasti ferskfisktogarinn sem HB Grandi hf. lætur smíða fyrir sig af þessari gerð í Tyrklandi. Hinir tveir komu fyrr á árinu til landsins; Engey RE í byrjun árs og Akurey AK í byrjun sumars.
Skipin eru hönnun Alfreðs Tulinius, skipaverkfræðings hjá Nautic ehf. Þau eru 58 metra löng og 13 metra breið og tímamótaskip í heiminum hvað það varðar að lest er algjörlega sjálfvirk og íslaus, þ.e. gengið er frá aflanum og hann fullkældur á milliþilfari áður en kerin fara í lest. Búnaðurinn er frá Skaganum 3X og er niðursetningu hans og frágangi lokið á Akranesi.

Eftir að lokið var niðursetningu vinnslu- og lestarbúnaðarins hélt Engey RE til veiða síðsumars, nú styttist í að lokið verði við niðursetningu samskonar búnaðar í Akurey AK og strax eftir áramót verður hafist handa við þennan lokafrágang í Viðey RE.

Heimsigling Viðeyjar RE mun taka tæpan hálfan mánuð og er skipið því væntanlegt til landsins fáum dögum fyrir jól.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Leiðindaveður á loðnumiðunum

Íslensku loðnuskipin voru að fá ágæt köst á föstudag og laugardag en í gær var erfitt að kasta vegna leiðindaveðurs. Flotinn v...

thumbnail
hover

Fullbúið uppsjávarskip eftir breytingarnar

Á dögunum lauk hjá Slippnum Akureyri ehf. viðamiklum breytingum á uppsjávarskipinu Jóni Kjartanssyni SU 111 sem er í eigu Eskju hf. ...

thumbnail
hover

Illa gengur að ná ufsanum

Á sl. þremur fiskveiðiárum hafa veiðar á ufsa vikið langt frá útgefnum veiðiheimildum.  Um 35 þúsund tonn vantar upp á fulla n...