Vísbendingar um vaxandi stofn bleikju í Mývatni

Á málstofu Hafrannsóknastofnunar fimmtudaginn 14. febrúar mun Guðni Guðbergsson, sviðstjóri ferskvatnslífríkissviðs stofnunarinnar, kynna rannsóknir á stofnstærð bleikju og veiði í Mývatni sem hafa verið gerðar samfleytt frá árinu 1986.

Málstofan verður haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og hefst kl. 12:30 og er öllum opin. Málstofunni verður jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.

Mývatn hefur verið talið með bestu veiðivötnum landsins. Löngum hefur afkoma fólks við Mývatn byggst að hluta af veiði og það eitt af fáum vötnum þar sem veiðar og verkun á silungi er enn talinn hluti af búskap. Í erindinu verður stiklað á stóru í veiðisögu vatnsins. Greint verður frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á árunum 1986-2018 en þær hafa m.a. miðast að því að meta stærð veiðistofna og veiðihlutfall sem undirstöðu veiðiráðgjafar. Sýnum hefur verið safnað á kerfisbundinn hátt með rannsóknaveiðum í vatninu auk þess sem unnið hefur verið úr veiðiskýrslum bænda við vatnið.

Á tímabilinu frá 1986 hafa miklar breytingar á stofnstærð bleikju í Mývatni. Komið hafa tvö hrun í bleikjustofni vatnsins það fyrra 1988 og síðara 1997. Hrunin urðu yfir sumartímann og má ráða af fæðusamsetningu og holdafari að um fæðuskort hafi verið að ræða. Eldri fiskar sem gátu nýtt sér hornsíli sem fæðu lifðu af en smærri fiskar hurfu úr stofninum. Eftir fyrra hrunið náði bleikjustofninn sér tiltölulega fljótt aftur en eftir síðara hrunið hefur bleikjustofninn verið afar lítill og mat á veiðistofni verið undir tvö þúsund fiskum. Veiðiálag hefur verið mjög hátt og í kjölfar þess hefur verið beitt miklum veiðitakmörkunum. Vísbendingar eru um að bleikjustofninn fari nú aftur vaxandi í Mývatni og standa vonir til að veiðisókn geti aukist innan 3-4 ára.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Hörpuskel með rísottó og spínati

Nú fáum við okkur veislumat. Hörpudisk með rísottó, spínati og brúnuðu smjöri. Þetta er kjörinn réttur fyrir hvers kyns hátí...

thumbnail
hover

Aflamarksfærslur heimilar til 15. september

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2018/2019 verða að hafa borist Fiskist...

thumbnail
hover

Margt sameiginlegt með fiskeldi og sportveiði!

„Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þe...