Vona að veiðin hrökkvi í gang

,,Við erum að vona að veiðin fari að hrökkva í gang og ýmislegt bendir til þess að það sé að gerast. Þegar við hófum veiðar sl. þriðjudag var sáralítið að hafa en nú fáum við 300 til 400 tonn í holi. Það er reyndar lengi togað en hvað sem því líður er aflinn að aukast.“

Þetta sagði Kristján Þorvarðarson, skipstjóri á Venusi NS, seinni partinn áföstudag en hann er með skipið á kolmunnaveiðum syðst í færeysku lögsögunni. Mikill fjöldi skipa er á þessum slóðum.

,,Skipin eru a.m.k. 40 talsins. Hér er mikill fjöldi rússneskra skipa, örugglega 16 til 17 talsins, og svo eru hér færeysk skip og ætli það séu ekki komin átta til níu íslensk skip á veiðisvæðið. Norsku skipin og skip frá ríkjum ESB eru sunnar á svæðinu og í gær voru einhver skip að veiðum vestur af St. Kilda, eynni sem tilheyrir Skotlandi,“ segir Kristján en hann kveður kolmunnann ganga nokkuð hratt norðaustur eftir slóðinni.

,,Þetta er finn fiskur af ágætri stærð en reyndar nokkuð magur eins og við er að búast á þessum árstíma,“ segir Kristján Þorvarðarson.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Uppskrift númer 305

Þorskurinn getur þvælst fyrir á stundum. Það er ekki alltaf auðvelt að sækja hann vegna veðurs og hann getur vafist fyrir í vinns...

thumbnail
hover

Geir bóndi sá eftirminnilegasti

Maður vikunnar er frá Malarrifi og er sjómaður á aflafleyinu Bárði SH 81. Hann stundar þar netaveiðar undirstjórn föður síns, e...

thumbnail
hover

Tilviljun að hafa lifað af

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er viðtal við Eyþór Björnsson, fiskistofustjóra, sem lenti í þremur slysum á sjómannsfe...