Vorum næstum búnir að týna honum

Kristinn Arnberg Kristinsson er ekki með elstu skipstjórum landsins. En hann er einn af þeim sem fiskar betur en margir aðrir. Hann er skipstjóri á Daðey GK og langar með fjölskylduna í draumafríið til Tene. Hann er maður vikunnar á Kvótanum í dag.

Nafn?

Kristinn Arnberg Kristinsson.

Hvaðan ertu?

Frá Grindavík. En er búsettur í Sandgerði.

Fjölskylduhagir?

Unnusta mín heitir Eygló Ýr Ævarsdóttir. Eigum saman 3 stelpur og einn strák.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri hjá Vísi á Daðey GK 777.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Var á netum sumarið ´96 með föður mínum og byrjaði svo að róa með honum aftur strax eftir 10 bekk.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Svo ótrúlega margt, en það er alltaf skemmtilegast að vera með fullan bát.

En það erfiðasta?

Þegar ekki gengur vel. Eða þegar veðrið stríðir manni eins og gengur og gerist.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar ég lenti í því að fá minna en 10 tonn, nei ætli eitt af því sé að 5 hákarla á línuna sama daginn. Eitt sumarið þegar einn af áhöfninni vildi hoppa í sjóinn í björgunargalla, þegar við vorum nýbúnir að taka baujuna um borð. Hann synti á eftir bátnum eins og hann gat. Veðrið var svakaleg gott og hann var ekki að ná að synda nógu hratt og við vorum næstum búnir að týna honum. Þurftum að hafa okkur alla við að finna hann. Hann fannst að lokum sem betur fer.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Pabbi og Óðinn Arnberg

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, vinir, sjávarútvegur, golf.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambalundir með bernes klikka seint.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Tene með fjölskylduna.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Samstarf Eimskips og Royal Arctic Line...

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line hafa fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimil...

thumbnail
hover

Hlökk ST með mest af grásleppu

Heildarafli á grásleppuvertíðinni var nú um páskana kominn í 1.887 tonn, en á sama tíma fyrir ári var aflinn 1.894 tonn. Fimmtán ...

thumbnail
hover

Unga fólkið borðar allt of lítið...

Ungt fólk nú til dags borðar helmingi minna að fiskmeti en afar þeirra og ömmur gerðu á sama aldri. Skortur á kunnáttu við matrei...