-->

Ýsa í essinu sínu

Ýsa var það heillin, eins og sagði í sögunni. Þessi leiðir þó ekki til dauða eins og raunin varð í sögunni. Ýsan heldur áfram að halda í okkur lífinu og er okkar eftirsóttasti matfiskur. Þorskinn borðuðu Íslendingar yfir leitt ekki því hann var útflutningsvara. Menn borðuðu ekki peninga. Að þessu sinni fann Helga uppskriftarbókina góðu frá starfsfólki Endurhæfingarstöðvarinnar að Grensási en þar er að finna uppskriftir af mörgum góðum fiskréttum. Heiðurinn af þessari uppskrift á Hildur ráðskona. Þetta er einfaldur og þægilegur réttur, sem hægt er að gera með góðum fyrirvara ef þannig stendur á.

Innihald: 1 kg köld, soðin ýsa
Sósa:
2 dósir sýrður rjómi
2 msk sinnep, sætt
½ tsk salt
Örlítill
1 tsk Bernaise-essens
1 tsk hunang
1 dl rjómi, þeyttur
Skreyting:
100 gr rækja
100 gr kavíar
3 egg, harðsoðin
Steinselja.

Aðferðin:
Leggið fiskinn í djúpt fat. Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna og jafnið henni yfir fiskinn og skreytið. Gott með rúgbrauði og kartöflum.